Leiðtogaþjálfun
Prentmet Oddi 49320 Nr. 4106 ÁRANGURSRÍKT TEYMI LEYST UPP YFIRLIT Of oft missum við af verðmætum lexíum í hópstarfi þegar hópurinn er leystur upp við lok verkefnis. Mánuðir eða ár af vexti hópsins og margar loka tillögur fara forgörðum. Þegar þú leiðir teymi í átt að lokum verkefnis taktu þá saman uppsafnaða þekkingu og skilgreindu skýrt hver ber ábyrgð á að tryggja eftirfylgni. SAMHENGI Starfsmaður fyrirtækis í dag starfar eflaust í mörgum hópum á sama tíma. Ekki aðeins er hann í sínum nánasta vinnuhópi, heldur getur hann einnig tekið þátt í hönnunar- eða skipulagshópi, þróunarhópi, stefnumótunarhópi, birgja eða viðskiptavinahópi og fleirum. Margir þessara hópa starfa meira eða minna svo árum skiptir en aðrir hafa mjög stuttan líftíma. Hópar með stuttan líftíma ná jafnvel markmiðum sínum á nokkrum vikum eða mánuðum. Megin færniþættir: • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálf- um sér, öðrum og fyrirtækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauð- inn við markmið fyrirtækisins. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrir- tækisins. Nær fram viljugri sam- vinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Tengdir færniþættir: • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónar- horni. Er meðvitaður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangurs- ríka lausn við allar kringumstæður. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Loka hópvinnuhringnum • Skapa hópárangur og einstaklingsafrek sem endast • Koma auga á mögulega leiðtoga fyrir komandi og/eða áframhaldandi hópverkefni • Gefa skýrslur og skrár um þróun hópsins og gera tillögur að vinnuhagræði komandi hópa • Tryggja að árangur/tilmæli séu nýtt innan fyrirtækisins Færniþættir sem unnið er með:
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==