Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4107 Megin færniþættir: • Hópvinna Ráðstafar verkefnum, fólki og aðföngum á sem skil- virkastan hátt. • Meðvitund um umhverfi Sér hlutina frá mörgum sjónarhornum. Fylgist vel með þeim málum sem snerta ábyrgð. Tengdir færniþættir: • Gildi Stjórnast af persónulegum siðareglum. Sýnir mikinn siðferðisstyrk. • Framtíðarsýn Framtíðarmiðaður. Kemur sér upp spennandi sýn á mögulega þróun mála. • Fagmennska Hefur yfirbragð þroska og heiðarleika sem skapar trú- verðugleika. • Árangursmiðun Hefur ástríðu til að sigra. Leggur sig fram við að koma með lausnir sem gagnast öllum. • Samskiptahæfni Stöðug geta til að byggja upp sambönd sem byggjast á trausti og virðingu, jafnt innan sem utan fyrirtækisins. SAMANTEKT Flest fyrirtæki vinna náið með utanaðkomandi sérfræðingum, sölumönnum, ráðgjöfum, birgjum og viðskiptavinum til að hámarka eigin skilvirkni. Í áhrifaríku samstarfi er skilningur á því hvernig hópvinna þróast með tímanum, tilgangur starfshópsins er skilgreindur og skýrar væntingar settar fram. SAMHENGI Í viðskiptaumhverfi nútímans treysta flest fyrirtæki mikið á sérfræðiþekkingu utanaðkomandi samstarfsaðila. Í dæmigerðu fyrirtæki er starfað samtímis með mörgum utanaðkomandi aðilum. Til að hafa góða yfirsýn yfir samstarf við utanaðkomandi aðila þurfa allar deildir fyrirtækisins að skipuleggja sig vandlega, eiga í opnum samskiptum, sýna eftirfylgni og sjá til þess að allir hagnist. YTRA SAMSTARF Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Setja skilyrðin fyrir því að hefja samstarf við utanaðkomandi aðila • Skilgreina sameiginlegar væntingar • Skipuleggja farsælt samstarf • Efla samskipti á milli innri og ytri aðila • Skapa arðsemi fyrir alla
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==