Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4200 Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja og beita vaxtar- og breytingahringnum • Þróa hvetjandi persónulega sýn sem fagmenn • Skapa fagleg tengsl sem efla árangur þeirra Megin færniþættir: • Samskipti Eflir hæfileika einstaklinga og fyrirtækisins í gegnum virka hlustun sem studd er skýrri munnlegri og skriflegri upplýsingagjöf. • Framtíðarsýn Framtíðarmiðaður. Skapar spennandi mynd af því sem gæti orðið og ætti að vera, óháð því hvað það er, fyrir hann sjálfan og fyrirtækið. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Stöðug geta til að byggja upp sambönd sem byggjast á trausti og virðingu, jafnt innan sem utan fyrirtækisins. • Ytri árvekni Sér hlutina frá mörgum sjónarhornum. Er vakandi fyrir því hvernig aðgerðir hafa áhrif á aðra. Fylgist vel með þeim málum sem snerta ábyrgðarsviðið. GRUNNUR AÐ VELGENGNI YFIRLIT Í þessum hluta leggjum við grunn að vexti þínum í starfi og einkalífi og því sem þú munt áorka. Þú munt skapa þér persónulega framtíðarsýn sem hjálpar þér að víkka út þægindahringinn og gerir þér kleift að fagna nýjum áskorunum. SAMHENGI Árangur einstaklinga og fyrirtækja verður ekki til fyrir tilviljun. Hann verður til með markvissum ákvörðunum. Með því að skilgreina hvers konar manneskja þú vilt verða og vinna markvisst að því takmarki verður þú virkari bæði á vinnustaðnum og í einkalífinu. Áhrifamiklir leiðtogar hafa skýra mynd af því hvert þeir stefna og hverju þeir þurfa að áorka til að komast þangað. Þeir leggja sig fram um að ná takmörkum sínum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==