Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4203 SAMSKIPTAHÆFNI OG STARFSFRAMI YFIRLIT Í þessari einingu skoðar þú þau áhrif sem samskiptahæfni þín hefur á starfsframa. Þú kortleggur samböndin sem hafa mest áhrif á árangur þinn til framtíðar og setur þér markmið um að styrkja þessi sambönd. SAMHENGI Dale Carnegie rannsakaði samskipti í viðskiptum fyrir meira en hálfri öld. Með því að skoða beitingu þúsunda þátttakenda rannsakaði hann áhrif hegðunar þinnar á hegðun samstarfsfólks og viðhorf. Kenningar Dale Carnegie, sem fyrst komu út á prenti í tímamótaútgáfu bókarinnar Vinsældir og áhrif, hafa nýst milljónum lesenda og auðvitað námskeiðsþátttakenda. Með því að beita nálgun hans og taka fulla ábyrgð á viðskiptasamböndum þínum muntu stuðla að meiri samvinnu og framleiðni. Megin færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrir- fram áætluðum árangri. Tengdir færniþættir: • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, inn- sæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Kortleggja áhrif samskiptahæfni á starfsframa • Skilja lögmál Dale Carnegie um fulla ábyrgð • Koma auga á tækifæri til þróunar samskiptahæfninnar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==