Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4208 Megin færniþættir: • Árangursmiðun Hefur ástríðu til að sigra. Leggur sig fram við að koma með lausnir sem gagnast öllum. • Ábyrgð Sýnir persónulega ábyrgð. Gerir sjálfan sig og aðra ábyrga fyrir niðurstöðum sem eru í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Samskipti Eflir hæfileika einstaklinga og fyrirtækisins í gegnum virka hlustun sem studd er skýrri munnlegri og skriflegri upplýsingagjöf. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að gera hlutina að veruleika. Leggur mat á sjálfan sig og aðra og grípur til jákvæðra leiðréttinga. Hefur sjálfsaga. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skýra og miðla tímamótahugmyndum fyrir reksturinn • Viðhalda nýjum viðhorfum, hæfni og hegðun • Vinna stöðugt að því að bæta sig SAMANTEKT Hinn harði heimur viðskiptanna krefst þess að fólk og fyrirtæki komi sífellt meira í verk og geri það stöðugt betur og hraðar þótt víða kreppi að. Það er nauðsynlegt að átta sig á því hvað virkar og fagna þegar vel gengur, en það dugir ekki til. Það þarf líka að greina það sem stendur í vegi fyrir framförum og gera áætlanir til að viðhalda árangrinum. SAMHENGI Árangurs af allri þjálfun og þróunarferli verður ekki vart fyrr en komið er út fyrir fundarherbergið. Raunveruleg mælistika á átak innan fyrirtækis er hvort það tekst að viðhalda jákvæðum starfs- og viðhorfsvenjum. Með því að leggja áherslu á áþreifanleg viðfangsefni er hægt að skapa tækifæri til að betrumbæta verkferla, fá tímamótahugmyndir, læra að vinna saman á áhrifaríkari hátt og byggja á þeim árangri sem næst svo áhrifin verði varanleg. VARANLEGUR ÁRANGUR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==