Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4301 TJÁÐU ÞIG AF LIPURÐ OG HÁTTVÍSI YFIRLIT Þessi eining gefur þátttakendum tækifæri til að takast á við erfiðar aðstæður af öryggi og háttvísi. Þeir læra að tjá sig af hreinskilni og lipurð, veita og taka við uppbyggjandi endurgjöf og nota samningatækni til að finna sameiginlega fleti þeirra sem greinir á. SAMHENGI Við dáumst öll að þeim sem virðast alltaf vita hvað á að segja og hvernig við hvaða aðstæður sem er. Þetta fólk kann að tjá sig af lipurð, háttvísi og öryggi. Getan til að tjá þig af lipurð og háttvísi eykur leiðtogahæfni þína með því að auðvelda þér að stjórna breytingum, semja og gera málamiðlanir, leysa úr ágreiningi, ná fram samkomulagi og samvinnu og skapa lið sem stendur saman. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Bregðast við erfiðum aðstæðum með öryggi, lipurð og háttvísi • Taka við og veita endurgjöf án þess að vekja neikvæðni • Beita samningatækni til að finna sameiginlega fleti þeirra sem greinir á Megin færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heil- indi sem skapa trúverðug- leika. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Tengdir færniþættir: • Úrlausn ágreinings Skapar sátt í erfiðum samskiptum og leysir úr málum sem upp koma vegna ágreinings. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvit- aður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==