Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4400 Megin færniþættir: • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, inn- sæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. YFIRLIT Fjölbreytileiki á vinnustöðum er sífellt meira í umræðunni. Reynt hefur verið að sýna fram á með rannsóknum áhrif fjölbreytni á árangur fyrirtækja. Þó niðurstöðum beri ekki saman er engu að síður ljóst að leiðtogar mæta mikilli fjölbreytni í samskiptum sínum við starfsfólk. Ef ekki er tekið rétt á málum getur þessi fjölbreytni haft neikvæð áhrif á framleiðnina. Þegar rétt er tekið á málum getur fjölbreytnin hins vegar skapað umhverfi sem elur af sér sterka vinnuhópa. SAMHENGI Í þessari einingu kemur þú auga á fjölbreyttar leiðir til að bregðast við öðru fólki hvort sem við samsömum okkur því eða ekki. Þú uppgötvar ástæður þess hvernig þú bregst við fólki sem virðist öðruvísi. Þú beitir skipulagðri leið sem byggist á virðingu til að brjóta niður hindranir og byggja upp sambönd. SKILJUM FJÖLBREYTNINA Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja viðbrögð sín gagnvart öðrum • Nota ferli sem gerir það besta úr fjölbreytileika • Beita þaulreyndum aðferðum til að brúa bil milli ólíkra aðila
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==