Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4401 METUM FJÖLBREYTNI Á VINNUSTAÐ YFIRLIT Í þessari einingu skoðar þú mismunandi gildi og hvernig uppgötvun sameiginlegra gilda getur hjálpað til við að leysa deilur. Þú vinnur með grundvallarreglur sem ýta undir opnar og heiðarlegar umræður. Þú beitir sannreyndum reglum sem treysta sameiginlega stefnu hópsins í átt að markmiðum. SAMHENGI Fjölbreytileiki á vinnustað er algengur í dag. Hæfnin til að nýta fjölbreytileikann er mun sjaldgæfari. Þrátt fyrir hnattvæðingu, tilskipanir og reglur þá hafa ekki öll fyrirtæki náð árangri í að skapa menningu sem virðir og nýtir sér fjölbreytni á vinnustað. Slík menning innan fyrirtækis skapar hagnað af fjárfestingunni auk samkeppnisforskots á markaði. Megin færniþættir: • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, inn- sæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvit- aður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja hlutverk gilda í fjölbreytileika • Þróa hæfni til að halda samskiptaleiðum opnum • Þekkja leiðir til að mynda tengsl og traust
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==