Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4403 FORYSTA Í FJÖLBREYTTU UMHVERFI YFIRLIT Í þessum hluta skoðum við fjölbreytnina sem við stöndum frammi fyrir á vinnustaðnum. Við þróum leiðir sem gera okkur kleift að nálgast fólk með áhrifaríkum hætti. Við einbeitum okkur að því að finna leiðir sem auka árangur okkar og hópsins. SAMHENGI Menning í víðum skilningi skilgreinir þig með tilliti til staðsetningar, tungumáls, venja og hugmynda. Fólk og stofnanir í þínum menningarheimi hafa mikil áhrif á hvernig þú sérð heiminn og aðra. Það er háð fyrri reynslu þinni hvernig þú bregst við þeim sem virðast fyrir utan þinn menningarheim. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Víkka út skilning sinn á fjölbreytileika mannlífsins • Greina þau tækifæri sem gefast til að skapa umhverfi sem er opið fyrir öllum eiginleikum • Styrkja þá upplifun einstaklinga að þeir tilheyri hópnum og séu mikilvægir Megin færniþættir: • Fjölbreytileiki Að meta og hagnýta hæfi- leika, innsæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. • Leiðtogahæfni Að vinna í samræmi við sýn, stefnu og gildi fyrirtækisins að því að hámarka virði þess. Að laða fram samvinnuanda og ná því allra besta úr fólki þannig að allir stefni að sömu markmiðum. Tengdir færniþættir: • Áhrif Að stýra aðstæðum og hvetja fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Teymisvinna Skipulagning á verkefnum, mannskap og aðföngum til að þjóna sem best mark- miðum fyrirtækisins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==