Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4405 TJÁSKIPTI ÓLÍKRA KYNSLÓÐA YFIRLIT Þessi eining gefur þér innsýn í mismunandi kynslóðabil og hjálpar þér að virða, meta og tengjast ólíkum kynslóðum. Um leið og tjáskiptin verða áhrifaríkari ferðu að sjá kosti margbreytileikans og koma auga á tækifæri til að vinna saman að skapandi lausnum. SAMHENGI Tom Boyle, framkvæmdastjóri Learning Technology Research Institute í Bretlandi, setti fram hugtakið tengslagreind. Það nær yfir hæfnina til að mynda tengsl við aðra. Samkvæmt Boyle er tengslagreind mikilvægari en hefðbundin greind til að ná árangri í viðskiptum í dag. Á vinnustöðum í dag kann að vera að allt að fjórar kynslóðir vinni hlið við hlið, það getur verið áskorun fyrir þetta fólk að mynda tengsl sín á milli. Kynslóðir hafa ólíkan hugsunarhátt, vinnuaðferðir og tjáskiptaleiðir. Með því að læra að tjá þig við allar kynslóðir eykur þú líkur á árangri innan hópsins þíns. Megin færniþættir: • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, inn- sæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvit- aður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Vinna með og tjá sig á árangursríkari hátt við ólíkar kynslóðir • Tengjast og efla samvinnu ólíkra kynslóða • Veita einlæga viðurkenningu og þakkir sem hvetur hverja kynslóð
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==