Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4502 JAFNVÆGI VINNU OG EINKALÍFS YFIRLIT Jafnvægi vinnu og einkalífs er ofarlega á baugi meðal starfsmanna. Mikið er um það rætt en hvað ert þú að gera til að skapa það jafnvægi sem þú óskar? Hvað er í forgangi? Á hvaða mikilvægu sviðum í lífinu viltu ná meira jafnvægi? Hvernig býrðu til og hrindir í framkvæmd áætlun sem hjálpar þér að ná markmiðum þínum og ásættanlegu jafnvægi? SAMHENGI Flest stefnum við að því að ná jafnvægi í lífi okkar. Það er, við viljum eyða hæfilegum tíma í hvert svið lífs okkar. Engu að síður finnst okkur oft sem líf okkar einkennist af ójafnvægi. Vera má að ójafnvægið orsakist af tímabundnum aðstæðum, svo sem slysi eða meiðslum, breytingum á vinnustað, eða flutningi. Í öðrum tilfellum er þetta ójafnvægi viðvarandi ástand. Okkur finnst við í ójafnvægi dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, jafnvel ár eftir ár. Við ættum að skoða hvers vegna og greina hvert við beinum orkunni og hve miklum tíma við verjum í hvert svið lífs okkar. Það gerir okkur kleift að komast á braut betra jafnvægis. Í þessum hluta munum við skoða hvernig við metum jafnvægið á milli sviða eins og vinnu, fjölskyldu, heilsu, samfélags, andlegra mála, félagslífs og fjármála. Við leggjum mat á hversu sátt við erum við þá orku og þann tíma sem við gefum hverju þessara sviða fyrir sig, og skuldbindum okkur til að grípa til aðgerða sem færa okkur meira jafnvægi í lífinu. Megin færniþættir: • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Við- horf og hegðun einkennist af jafnvægi. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi að- gerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. Tengdir færniþættir: • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með því að breyta í takt við sín per- sónulegu gildi. • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvit- aður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Meta hve mikið jafnvægi/ójafnvægi er í lífi þeirra • Skilgreina þau svið sem eyða má minni eða meiri tíma í • Gera áætlun um hvernig koma má vinnu og einkalífi í betra jafnvægi

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==