Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4504 YFIRLIT Í þessari einingu skoðar þú hvað gerist þegar þú missir stjórn á áhyggjum og streitu og þróar leiðir til að hafa að nýju hemil á þessu ástandi. Þú þróar streitustjórnunarleiðir byggðar á þremur sjónarhornum, líkamlegum, andlegum og félagslegum. SAMHENGI Mörg okkar hafa verið áhyggjufull og stressuð yfir aðstæðum einn daginn og rórri og jákvæðari yfir ástandinu nokkrum dögum síðar. Að því gefnu að aðstæðurnar valdi enn áhyggjum þá er sjónarhornið það eina sem breytist. Margir þættir hafa áhrif á streitu okkar frá degi til dags, bæði þættir sem eru innan okkar stjórnar og utan. Hemill á streitunni hefur áhrif á öll svið lífs okkar, allt frá sjálfsaga til sambanda. HAFÐU HEMIL Á ÁHYGGJUM OG STREITU Megin færniþættir: • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Við- horf og hegðun einkennist af jafnvægi. • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjan- leika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. • Ákvarðanataka Viðar að sér og skilur stað- reyndir, metur áhættu og forgangsraðar möguleikum á hlutlægan hátt sem leiðir til afgerandi framkvæmda. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrir- fram áætluðum árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Meta viðhorf sitt til áhyggja og streitu • Nota reglur til að hafa hemil á streitunni • Áætla um að hafa alltaf hemil á streitunni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==