Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4505 NÝJAR VENJUR, MINNI STREITA YFIRLIT Hver sem er getur tileinkað sér starfsvenjur sem ekki tryggja hámarksafköst í einhvern tíma. Þú fellur í rútínu sem ekki er skilvirk, verður sífellt óskipulagðari og upplifir viðhorf þitt gagnvart starfinu versna. Oft tökum við ekki eftir því þegar skilvirkni okkar minnkar. Með tímanum venjumst við þessu vinnulagi og slíku mynstri getur verið erfitt að brjótast úr. SAMHENGI Í þessari einingu skoðar þú hvernig vinnusiðir þínir auka á streitu og hvernig má minnka streituna með því að breyta vinnulaginu. Með því að koma auga á hvar skilvirknin gæti verið meiri og taka upp nýja siði þá eykur þú framleiðni þína og minnkar streituna. Með meiri stjórn á tíma, skipulagi og viðhorfi upplifir þú betri árangur. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á vinnusiði sem auka á streitu • Nýta sér verklag sem leiðir til afkastameiri vinnusiða • Breyta og bæta starfsvenjur Megin færniþættir: • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Við- horf og hegðun einkennist af jafnvægi. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Tengdir færniþættir: • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjan- leika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrir- fram áætluðum árangri. • Áreiðanleiki Tekur persónulega ábyrgð og gerir sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrir- tækisins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==