Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4509 Megin færniþættir: • Streitustjórnun Greinir á milli jákvæðrar og neikvæðrar streitu. Viðheldur jafnvægi milli gagnlegra og ógagnlegra viðhorfa og hegðunar. • Árangursmiðun Hefur ástríðu til að sigra. Leggur sig fram við að koma með lausnir sem gagnast öllum. Tengdir færniþættir: • Aðlögunarhæfni Hefur opinn huga fyrir nýjum hugmyndum. Mætir breytingum á væntingum og vinnuumhverfi af sveigjan- leika. Bregst við aðstæðum og viðheldur jákvæðu við- horfi. • Leiðtogahæfni Bætir rekstrarárangur með því að samhæfa framtíðar- sýn, markmið og gildi og auka þannig verðmæti af starfseminni. Er fær um að laða aðra til samstarfs og nýta sér helstu kunnáttu þeirra og hæfileika til að ná þeim árangri sem stefnt er að. • Ábyrgð Sýnir persónulega ábyrgð. Gerir sjálfan sig og aðra ábyrga fyrir niðurstöðum sem eru í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Greina óraunhæfar skoðanir og aðgerðir sem geta leitt til streitu hjá þér og öðrum • Læra að greina ofstreitu hjá þér og öðrum • Þróa aðferðir til að sigrast á streitu sem hlýst af vangreiningu á vandamálum SAMANTEKT Streita þarf ekki að vera slæm. Spennan sem fylgir sigri á síðustu stundu, áskoranirnar sem sameina teymið og breyta einhverju til batnaðar eru allt dæmi um fyrirbæri sem eru í senn streituvaldandi og gefandi. Þegar streitan verður of mikil og kemur okkur í uppnám hlýst hins vegar skaði af. Megináskorunin er að stjórna streitu þannig að hámarksávinningur náist og lágmarksskaði hljótist af. Sumir helstu streituvaldarnir í fyrirtækjum eru þegar skilafrestur er ekki uppfylltur, forgangsmál í samkeppni, slæm samskipti og óskilvirkar vandamálalausnir. Í þessum hluta muntu læra að greina það sem getur dregið úr streitu og þróa skilvirkar aðferðir til að tryggja að streita fái ekki að vaxa svo mikið að teymið hafi ekki stjórn á henni. NÝTTU STREITUNA OG NÁÐU ÁRANGRI

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==