Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5000 UNDIRBÚNINGUR KYNNINGA YFIRLIT Fyrirlesarar verða að búa yfir öryggi þegar haldnar eru kynningar fyrir hópa kaupenda, þá sem taka ákvörðun um kaup, hópa sem þarf að fá til samvinnu, jafningja og undirmenn. Hluti undirbúningsins er að skilja undirstöðuatriði kynninga, gera yfirlit yfir árangursríkan undirbúning, hafa stjórn á kvíða, og greina og höfða til mismunandi áheyrendahópa og áheyrenda innan hópsins. SAMHENGI Á starfsferli okkar verjum við gjarnan fyrstu árunum sem almennir starfsmenn og þurfum að skila af okkur ákveðnum verkum. Vegna þessa fáum við oft litla eða enga reynslu í að halda kynningar á fyrstu árum starfsferils okkar. Þegar við svo fáum stöðuhækkun eða breiðara ábyrgðarsvið gætum við í einni svipan þurft að halda kynningar mánaðarlega, vikulega eða jafnvel daglega. Í þessum hluta skipuleggjum við undirbúning faglegra kynninga. Megin færniþættir: • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvit- aður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. Tengdir færniþættir: • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem ein- kennist af eldmóði. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heil- indi sem skapa trúverðug- leika. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Undirbúa kynningar af öryggi • Skilja undirstöðuatriði allra kynninga • Greina áheyrendur sína og sníða kynninguna að þeirra þörfum • Gera kynninguna áhrifameiri með því að undirbúa sönnunargögn • Halda faglegar kynningar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==