Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5001 Megin færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. Tengdir færniþættir: • Fagmennska Endurspeglar þroska og heil- indi sem skapa trúverðug- leika. • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjan- leika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. YFIRLIT Hrynjandi, svipbrigði og líkamstjáning geta verið allt að 90% af skilboðunum sem fólk meðtekur. Kynningar verða áhrifaríkari ef þú bætir raddsvið, svo sem vörpun, framburð, hraða og tónhæð og líkamstjáningu svo sem stöðu, handahreyfingar, svipbrigði og meðvitaðar hreyfingar. SAMHENGI Hljómur raddar þinnar, með tilliti til styrks, tónhæðar og hraða hefur gríðarleg áhrif á áheyrendur og vilja þeirra til að meðtaka skilaboð þín. Hreyfingar þínar og hvernig þú notar rýmið, líkamsstaðan og svipbrigði leika stórt hlutverk í að halda athygli og virðingu áheyrenda. Þegar þú flytur faglega kynningu er fjöldi þátta utan þíns áhrifasviðs svo sem tæki sem bila, viðhorf áheyrenda eða utanaðkomandi truflun eins og veðrið eða hitastigið í salnum. Þú hefur tvo þætti undir þinni stjórn, hvernig þú hljómar og hvernig þú berð þig á meðan á kynningunni stendur. Í þessari einingu færðu tækifæri til að skoða hvaða þættir skapa sjón- og hljómræna ímynd þína. Þú skoðar leiðir sem eru innan þíns áhrifasviðs og gera þig faglegri, kraftmeiri og áhugaverðari. RADDBEITING OG LÍKAMSTJÁNING Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Meta hvernig áheyrendur mynda sér skoðun á þér út frá rödd þinni og líkamstjáningu • Bæta handahreyfingar, líkamsstöðu og hreyfingar til að hafa meiri áhrif • Greina hvernig framkoma og rödd hafa áhrif á upplifun áheyrenda • Auka sveigjanleika sinn og kraft
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==