Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5002 HÓPKYNNINGAR YFIRLIT Hópkynningar skapa oft rugling, árekstra, skort á einbeitingu og skort á samræmi. Þú munt taka á sameiginlegum tilgangi, greiningu áheyrenda, sýnilegum þáttum, opnunum/skiptingum/lokunum, spurningatíma, samantekt og skipulagi kynningar. SAMHENGI Hópkynning er einungis jafn sterk og veikasti hluti hennar. Allir liðsmenn verða að vera upp á sitt besta með tilliti til kynningartækni og undirbúnings. Faglegar hópkynningar fela í sér góðan undirbúning, snurðulausar skiptingar, rökrétta efnisröð og getu til að koma frá sér faglegum skilaboðum í samhengi. Í þessari einingu muntu vinna með hæfni sem hjálpar þér að endurspegla áhrifamikla ímynd fyrirtækis þíns með trausti, reynslu og fagmennsku. Megin færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heil- indi sem skapa trúverðug- leika. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skapa sameiginlegan tilgang hópsins • Forðast algeng mistök við flutning hópkynninga • Þróa leiðir til að stýra hópkynningum snurðulaust og af fagmennsku
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==