Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5004 Megin færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. Tengdir færniþættir: • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem ein- kennist af eldmóði. • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Við- horf og hegðun einkennist af jafnvægi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. YFIRLIT Krefjandi spurningar á kynningum er að margra mati eitt það erfiðasta við kynninguna. Til að komast fyrir þetta notum við jákvæð skilaboð, líkamstjáningu, stuðpúða til að minnka mótstöðu, form góðra frétta til að auka jákvæðnina og prófum mismunandi möguleika á svari. SAMHENGI Mörgum fyrirlesurum finnst spurninga og svara tíminn erfiður ef upp koma krefjandi spurningar. Sumir segjast jafnvel kvíða því að bjóða upp á spurningar í lok kynninga. Að fara frá undirbúinni kynningu yfir í eitthvað sem er óundirbúið getur reynst mörgum erfitt. Auk þess höfum við flest séð spurningatíma fara úr böndunum sem gerir það að verkum að kynningin endar á ruglingslegan hátt og stundum hreinlega upp í loft. Í þessari einingu lærir þú að stýra krefjandi spurningatímum, hvernig á að halda hlutunum gangandi á góðum hraða og krafti og hvernig á að takast á við erfiðar spurningar og einstaklinga á fagmannlegan hátt. ERFIÐAR SPURNINGAR Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Læra að mæta erfiðum spurningum með góðum undirbúningi • Koma jákvæðum skilaboðum á framfæri með orðum og án orða • Vera við stjórn í krefjandi aðstæðum • Nota auðvelda leið til að bregðast við krefjandi spurningum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==