Leiðtogaþjálfun
Prentmet Oddi 49320 Nr. 1013 Færniþættir sem unnið er með: FORYSTA STERKRAR LIÐSHEILDAR YFIRLIT Sterk forysta liðsheildar kallar á að leiðtoginn geti byggt á fjölbreyttum persónuleikum, færni og hæfni. Leiðtogar verða að geta greint og nýtt styrkleika teymisins, unnið með mismunandi nálganir og skapað keppnisanda byggðan á samvinnu, SAMHENGI Sterkir leiðtogar virðast geta þróað sterka liðsheild hvar sem þeir fara og hvaða verkefni sem þeim er falið. Í þessari einingu greinir þú hvernig leiðtogar taka styrkleika einstaklinganna í hópnum og gera þá að styrkleikum hópsins. Þú skoðar áskoranir þess að leiða sterka liðsheild og sértækar leiðir til að takast á við mál sem upp koma þegar þú ert í forystu fyrir hæfileikaríkum og sterkum einstaklingum sem vinna saman í teymi. Megin færniþættir: • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, velur fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Tengdir færniþættir: • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, innsæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Stuðla að stöðugri framþróun með því að byggja á einkennum sterkrar liðsheildar • Byggja á styrkleikum einstaklinga til að lyfta liðsheildinni upp á hærra plan til meiri árangurs • Auðvelda samvinnu ólíkra einstaklinga í sterkri liðsheild • Nýta keppnisanda til að efla samvinnu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==