Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5403 ENDURGJÖF SEM STYÐUR OG LEIÐRÉTTIR YFIRLIT Markmið svörunar – að bregðast við og leggja mat á framlag annarra – er að veita fólki innsýn í eigin verk á hvetjandi hátt, í samræmi við persónuleg markmið og markmið fyrirtækisins. Svörunin þarf að vera einlæg og uppbyggileg. Hún ætti að vera hnitmiðuð og beinast að öllum hópnum, ekki bara þeim sem talar. SAMHENGI Í hvert skipti sem einstaklingur tjáir sig eða bregst við gefst tækifæri til að veita svörun. Þannig gefurðu til kynna að þú sért að hlusta og að framlag viðkomandi sé metið að verðleikum. Þar sem nám fullorðinna fer að mestu fram með lóðsun gerir svörun það verðmætara á margan hátt: Hún veitir hugmyndum sem settar eru fram viðurkenningu, hvetur fólk til að taka áhættu og stuðlar að hvetjandi námsumhverfi þar sem þátttaka er virk. Megin færniþættir: • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklings- ins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skrif- legum upplýsingum. • Samskiptahæfni Stöðug hæfni til að byggja upp traust sambönd innan og utan fyrirtækisins. • Meðvitund um umhverfi sitt Að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Greina sundur orsök og afleiðingu. Vera vakandi fyrir því sem snertir eigið ábyrgðarsvið. Tengdir færniþættir: • Breytingastjórnun Að leita tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrir- tækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. • Aðlögunarhæfni Víðsýni. Sveigjanleiki gagn- vart breytingum á vinnu- staðnum. Að bregðast við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Hvetja aðra á einstaklingsbundinn hátt • Hjálpa fólki að byggja á styrkleikum sínum • Nota leiðréttandi svörun til að hvetja til breytinga á hegðun
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==