Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5404 SAMSKIPTAHÆFNI LÓÐSA YFIRLIT Lóðsar verða að geta tekist á við mismunandi persónuleika og ólíka hefðun, allt frá áköfum þáttökunum til þeirra sem helst vildu vera annars staðar…og jafnvel reyna að skemma fyrir. Til þess þurfa þeir fjölbreytt verkfæri í verkfærakistuna sem hjálpa þeim að tengjast fólki og yfirstíga mótstöðu gagnvart nýjum hugmyndum og leiðum. Þessi eining fjallar um mismunandi tegundir hlustenda og hjálpar þér að þróa leiðir til að takast á við skemmandi hegðun. Við drögum lykilatriðin saman í sannreynt ferli til að takast á við krefjandi aðstæður og erfiðar spurningar. SAMHENGI Í yfir 25 ár rannsakaði Dale Carnegie hvað einkennir þá sem njóta vinsælda og hafa áhrif og setti saman í handbókina Vinsældir og áhrif. Þessum reglum má skipta í 3 flokka. Fyrsti flokkurinn fjallar um hvernig við byggjum upp tengsl og góðar samskiptavenjur í öllum samskiptum. Annar flokkurinn um hvernig á að ná fram samvinnu og vera meira sannfærandi í innleiðingu nýrra og betri leiða til að ná árangri. Þriðji flokkurinn fjallar um hvernig við sem leiðtogar getum fengið fólk til hafa opinn hug gagnvart breytingum og vera viljugt til að reyna nýja hluti. Þessum síðasta flokki er einnig beitt þegar tekist er á við ágreining og þarf að breyta viðhorfi og hegðun annarra. Megin færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. Úrlausn ágreinings Skapar sátt í erfiðum samskiptum og leysir úr málum sem upp koma vegna ágreinings. Tengdir færniþættir: • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvit- aður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem ein- kennist af eldmóði. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heil- indi sem skapa trúverðug- leika. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Tileinka sér samskiptahæfni til að takast á við mismunandi einstaklinga. • Takast á við erfið viðhorf og hegðun. • Sýna stillingu undir álagi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==