Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5405 ÞJÁLFUN TIL AUKINNAR HÆFNI YFIRLIT Áhrifaríkri þjálfun er beitt til að breyta viðhorfi, meðvitund og hæfni. Þjálfunarferlið hefst á því að hæfni hvers og eins er metin. Þú þarft að vita hverja þú ert að þjálfa, hvaða þætti þarf að þjálfa og finna réttu tímasetninguna til að þjálfa hvert atriði. Áhrifaríkt þjálfunarferli felur í sér mat, það að koma auga á tækifæri, nota málamiðlun til að ná fram samvinnu og vísa í tiltekna breytingu á hegðun. Ferlið skapar merkjanlega breytingu á hegðun sem er bæði einstaklingnum og fyrirtækinu í hag. SAMHENGI Uppruni enska orðsins „coach“ er áhugaverður. Í orðabók Websters segir að orðið sé dregið af orðinu „coaches“ (ísl. vagnar) sem voru hraðskreiðasti ferðamátinn fyrir tíma bíla og flugvéla. Í háskólasamfélaginu var það leiðbeinandinn sem færði nemendur á milli þekkingarstiga á hraðskreiðasta máta. Á sama hátt er það þitt hlutverk sem „coach“ að þjálfa fólk; að hraða ferlinu í átt að markmiðum einstaklingsins og fyrirtækisins. Megin færniþættir: • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklings- ins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skrif- legum upplýsingum. • Áhrif Að stýra aðstæðum og hvetja fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Breytingastjórnun Að leita tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrir- tækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. Tengdir færniþættir: • Meðvitund um umhverfi sitt Að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Greina sundur orsök og afleiðingu. Vera vakandi fyrir því sem snertir eigið ábyrgðarsvið. • Aðlögunarhæfni Víðsýni. Sveigjanleiki gagn- vart breytingum á vinnu- staðnum. • Árangursmiðun Mikil áhersla á sigur og að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skýra muninn á milli þjálfunar og svörunar • Beita þjálfunarferli sem skilar áþreifanlegum árangri • Gera fólk ábyrgt fyrir árangri um leið og því er hjálpað við að ná árangri
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==