Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5406 LÓÐSUN SEM HEFUR ÁHRIF Á ÁRANGUR FYRIRTÆKISINS YFIRLIT Til að hafa áhrif á árangur fyrirtækisins sem lóðs (leiðbeinandi) þarftu að hafa eftirfarandi þætti í huga: mikilvægi fyrir fyrirtækið, mikilvægi fyrir viðskiptavini og mikilvægi fyrir einstaklinginn. Gera þarf ljóst hvernig verður auðveldara að mæta væntingum ytri og innri viðskiptavina með innleiðingu nýrra hugmynda. Lykilatriði fyrir lóðsa er að hjálpa samstarfsfólki að sjá hvernig það hagnast af því að breyta viðhorfi sínu og hegðun. Þannig næst fram vilji allra til að ná markmiðum fyrirtækisins. Þú ættir að stefna að því að kenna fólki að ná meiri árangri, minnka streitu og upplifa meiri starfsánægju. SAMHENGI Fyrirtæki vilja ná meiri árangri. Fólk vill að störf þess verði auðveldari og áhrifameiri. Hlutverk okkar sem lóðsa er að hjálpa samstarfsfólki að sjá hvernig markmið fyrirtækisins tengjast markmiðum deilda, vinnuhópa og persónulegum markmiðum hvers og eins. Lóðsar verða að sýna fram á hag einstaklingsins um leið og næst fram mælanlegur árangur í þágu fyrirtækisins. Megin færniþættir: • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklings- ins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skrif- legum upplýsingum. • Árangursmiðun Mikil áhersla á sigur og að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. • Áhrif Að stýra aðstæðum og hvetja fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. Tengdir færniþættir: • Breytingastjórnun Að leita tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrir- tækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. • Aðlögunarhæfni Víðsýni. Sveigjanleiki gagn- vart breytingum á vinnu- staðnum. Að bregðast við aðstæðum á jákvæðan hátt. • Leiðtogahæfni Að vinna í samræmi við sýn, stefnu og gildi fyrirtækisins að því að hámarka virði þess. Að laða fram samvinnuanda og ná því allra besta úr fólki þannig að allir stefni að sömu markmiðum. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Búa til tengingu á milli hugmynda, markmiða fyrirtækisins og markmiða einstaklingsins • Selja liðsmönnum virði niðurstöðu fyrir fyrirtækið • Koma auga á hegðun sem leiðir til slakrar og góðrar frammistöðu með tilliti til markmiða fyrirtækisins

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==