Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 5407 ÞRÓUN OG MAT ÞJÁLFUNAR YFIRLIT Þróun þjálfunarlausna ætti að hefjast á fimm skrefum sem meta árangur þjálfunarinnar. Með því að fylgja sannreyndu ferli tryggjum við árangur í þágu fyrirtækisins. Ferlið hefst með greiningu þar sem komið er auga á stefnu og æskilega útkomu. Á hönnunarskrefinu setjum við fram hvernig efninu verður komið til skila og búum til uppkast af framsetningu námskeiðsins. Á þróunarstiginu einbeitum við okkur að því að safna saman mismunandi hlutum námskeiðsins, svo sem uppbyggingu, innihaldi og framsetningu. Innleiðing felur í sér prófun, svörun og betrumbætur. Matið er nauðsynlegt til að tryggja að markmiðunum hafi verið náð. SAMHENGI Oft er litið á fræðslu- og mannauðsdeildir sem kostnaðarliði frekar en tekjulind. Þessi sýn er þó að breytast. Framsækin fyrirtæki vita að hægt er að ná mælanlegum árangri með því að þjálfa og halda í gott starfsfólk. Þegar þú þróar og prófar árangursríka þjálfun skilar þú mælanlegum langtímaáhrifum á fyrirtækið. Megin færniþættir: • Mannauðsstjórnun Samþætting mannauðs og markmiða fyrirtækisins. • Breytingastjórnun Að leita tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrir- tækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. Tengdir færniþættir: • Sýn Að horfa til framtíðar og draga upp spennandi mynd af því sem getur orðið og ætti að vera burtséð frá stöðunni eins og hún er. • Árangursmiðun Mikil áhersla á sigur og að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. • Frumkvæði Frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Að leggja mat á eigin verk og annarra og grípa til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Sjálfsagi. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Þróa þjálfunarúrræði eftir sannreyndu ferli til að tryggja varanleg áhrif á fyrirtækið • Setja fram markmið námskeiðs og námskeiðshluta sem sýna hvaða hegðun þarf að breyta til að ná árangri með þjálfuninni • Hanna og þróa uppbyggingu þjálfunarinnar, efni hennar og framsetningu til að tryggja æskilega niðurstöðu

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==