Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6001 YFIRLIT Samvinna og þátttaka hópsins í bætingu ferla eykur möguleikana og líkurnar á að hópurinn eigni sér verkefnið. Þetta hefst með því að skýra núverandi ferla og beita fjórum aðferðum til að gera breytingar sem allir fallast á. SAMHENGI Fólk og fyrirtæki fara oft á sjálfsstýringu þar sem ferlar eru til staðar til að viðhalda árangrinum. Vandinn liggur í því að við skoðum ekki þessi kerfi né fullvissum okkur um að við skiljum þau, þau auki virði, eða að til sé betri leið. Á hinn bóginn getur fólk verið tregt til að skora á viðteknar venjur. Í þessari einingu muntu skoða náið nokkur ferli sem notuð eru á þínum vinnustað með því sem kallað er uppbyggjandi óánægju. Þú skýrir núverandi ferla og skoðar leiðir til að bæta, breyta eða hreinlega eyða þeim. Síðast en ekki síst muntu nýta þér og læra af hæfni vinnufélaga og hópa til að bæta núverandi ferla. BÆTING FERLA Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skýra núverandi ferla og skilja af hverju við gerum það sem við gerum • Útskýra ferla fyrir öðrum til að auka skilning og þátttöku • Beita leiðum til að bæta núverandi ferla Megin færniþættir: • Teymisvinna Skipuleggur verkefni, fólk og auðlindir til að hafa sem mest áhrif á markmið fyrirtækisins. • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri. Tengdir færniþættir: • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==