Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6003 NÝSKÖPUN YFIRLIT Margir efast um sköpunargáfu sína. Að hjálpa fólki að sjá tækifæri til nýsköpunar, bæði með tímamótaárangri og stöðugri framþróun, getur skapað nýjar nálganir og hjálpað fólki að sjá nýjar leiðir. Lyklar að því að ná þessu fram eru að hvetja til hugmynda, beita hugsun á grænu og rauðu ljósi og nýta sér samvinnu hópsins í níu skrefa nýsköpunarferli. SAMHENGI Leiðtogar nýta sér mannlega möguleika. Þeir viðurkenna að þeir sjálfir hafi ekki öll svörin, þekkingu á viðskiptavinunum og nýjar hugmyndir sem eru nauðsynlegar til að fyrirtækið þróist áfram. Nýsköpunarferlið hjálpar leiðtoganum að gera sýnina að veruleika. Ferlinu er beitt þar sem nýsköpunar og betra verklags er þörf. Við lok þessarar einingar muntu geta skilgreint og hvatt til hugmyndaflæðis og lóðsað hópinn þinn í gegnum nýsköpunarferlið. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Sjá fyrir nauðsynlegar breytingar í stað þess að vera sífellt að bregðast við kröfum um breytingar • Þekkja og hvetja til hugmyndaflæðis • Lóðsa hóp í gegnum nýsköpunarferlið til lausnar vandamálum og stöðugrar þróunar • Skapa öruggt umhverfi fyrir hugmyndaskipti og hugarflug Megin færniþættir: • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjanleika gagnvart breytingum á vinnustaðnum. Bregst við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Breytingastjórnun Leitar tækifæra til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu inn á réttar brautir til að ná árangri. • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri. Tengdir færniþættir: • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti litið út. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvituð(aður) um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Ákvarðanataka Viðar að sér staðreyndum og skilur þær, metur áhættu og forgangsraðar möguleikum með markvissum hætti.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==