Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6004 Megin færniþættir: • Ákvarðanataka Viðar að sér og skilur staðreyndir, metur áhættu og forgangsraðar möguleikum á hlutlægan hátt sem leiðir til afgerandi framkvæmda. Tengdir færniþættir: • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Viðhorf og hegðun einkennist af jafnvægi. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. YFIRLIT Í þessari einingu er farið yfir tól og tæki sem nothæf eru við að greina og leysa vandamál; taka ákveðnar og áhrifaríkar ákvarðanir og stjórna streitunni sem oft fylgir ákvarðanatöku. Þú lærir að nota gátlista til að greina vandann, tengslamynd til að koma auga á rót vandans og taka ákvörðun með því að beita ófrávíkjanlegum og æskilegum mælikvörðum auk fjögurra lausnaspurninga. SAMHENGI Ein stærsta áskorunin innan skipulagsheilda er ákvörðunartaka. Best er ef ákvarðanir eru teknar á því sviði sem framkvæmir þær, þó tímanum og auðlindunum kunni að virðast illa varið. Til eru mörg verkfæri til að gera ákvörðunarferlið auðveldara og gagnvirkara. Við vörpum ljósi á nokkrar mismunandi aðferðir til að safna og greina gögn í hópum. Við skoðum þrjár mismunandi leiðir til að taka ákvarðanir byggðar á framlagi annarra. GREINUM VANDA OG TÖKUM ÁKVÖRÐUN Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Nota skilgreinda ferla til að leysa vandamál • Nota mismunandi ákvörðunartækni til að taka öruggari ákvarðanir • Nota aðferðir til að stjórna áhyggjum og streitu við ákvarðanatöku og lausn vandamála

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==