Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 6006 RÖKHUGSUN OG LAUSN VANDAMÁLA Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Greina og yfirstíga hindranir að rökhugsun • Bera kennsl á og beita aðleiðslu- og afleiðsluaðferðum við rökhugsun • Beita sérstökum aðferðum við flokkun upplýsinga til að laða fram gagnrýna hugsun SAMANTEKT Í þessum hluta er lögð áhersla á hagnýtingu ferla sem hafa sannað sig við úrlausnir til að hjálpa þér og þínu teymi til að ná markmiðum. Hvort sem þú kallar þetta rökhugsun, gagnrýna hugsun, dómgreind eða yfirvegun þá er þessi hæfileiki dýrmæt eign í öllum fyrirtækjum. SAMHENGI Störf eru flóknari en þau hafa nokkurn tíma verið. Áður fyrr nægði einföld handbók til að leysa flest vandamál. Vegna flókins upplýsingastreymis í nútímanum er starfsfólk oft beðið um að taka ákvarðanir hratt á eigin spýtur og án mikillar leiðsagnar. Þegar hægt er að fara margar leiðir við að leysa vandamál eða gera endurbætur verðum við að vega alla möguleika með gagnrýnum huga til að ákveða hvaða leið muni skila bestum árangri. Þó að skapandi hugsun sé mikilvæg til að fá fram ferskar hugmyndir er sá eiginleiki að greina bestu hugmyndirnar það sem færir fyrirtækjum velgengni! Þó að sumu fólki sé gagnrýnin hugsun eðlislæg þá er þetta færni sem hægt er að kenna og þegar hún hefur einu sinni verið lærð þá glatast hún ekki! Megin færniþættir: • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tengir saman nýjar og gamlar hugmyndir í einstakri aðferð til að leysa vandamál og hagnýta tækifæri. • Ákvarðanataka Tileinkar sér og skilur staðreyndir, vegur áhættu og forgangsraðar kostum af hlutlægni svo leiðir til ákveðinnar aðgerðar. • Aðlögunarhæfni Hefur opinn huga fyrir nýjum hugmyndum. Mætir breytingum á væntingum og umhverfi í vinnu af sveigjanleika. Bregst við aðstæðum og viðheldur jákvæðu viðhorfi. Tengdir færniþættir: • Breytingastjórnun Leitar með framsæknum hætti eftir tækifærum til að beina sjálfum sér, öðrum og fyrirtækinu í nýjar áttir til að uppfylla markmið fyrirtækisins. • Árangursmiðaður Hefur ástríðu til að sigra. Leggur sig fram við að koma með lausnir þar sem allir vinna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==