Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1201 Færniþættir sem unnið er með: )$*0(116.$  9,’6.,3780 ǫǪǫ YFIRLIT Þessi eining er yfirlit yfir það sem mikilvægt er í viðskiptasamböndum; hvernig við kynnum fólk, högum okkur á fundum og í viðskiptamálsverðum. Einnig er farið yfir hvernig skrifa á þakkarbréf. Einingunni fylgir listi yfir lesefni sem mælt er með til frekari glöggvunar á viðfangsefninu. SAMHENGI Mörg fyrirtæki eru ekki sátt við það sem kallað er skortur starfsmanna á þekkingu á viðteknum venjum og mannasiðum. Oft gerist þetta þegar fólk hlýtur stöðuhækkanir í framkvæmdastjórastöður eða aðrar stöður þar sem það þarf að koma fram fyrir hönd fyrirtækisins við formlegar aðstæður. Oft er það svo að viðkomandi hefur aldrei lært góða viðskipta-mannasiði. Það mikilvægasta er að láta öðru fólki líða vel og vera örugg(ur) í fasi þegar þú ert málsvari fyrirtækisins við formlegar aðstæður. Megin færniþættir: • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja mikilvægi góðra mannasiða í viðskiptum • Fylgja leiðbeiningum um hvernig á að eiga þægileg samskipti á viðskiptasviðinu eða við formlegar aðstæður • Endurspegla öryggi um fagmennsku sína í viðskiptum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==