Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1204 Færniþættir sem unnið er með: BYGGJUM UPP TRAUST, TRÚVERÐUGLEIKA OG VIRÐINGU YFIRLIT Í þessum hluta skoðum við sambandið á milli trausts, trúverðugleika og virðingar. Við förum í gegnum reglur og verkfæri sem hjálpa okkur að byggja brotið traust upp að nýju og að byggja upp menningu sem drifin er áfram af trausti. SAMHENGI Rannsóknir hafa sýnt þær ógnvænlegu niðurstöður að 40% starfsmanna treysta ekki stjórnendum sínum og að án trausts upplifi starfsmenn sig í óvissu, óörugga og áhyggjufulla sem hindrar hámarks frammistöðu. Það er nauðsynlegur hluti leiðtogahæfninnar að geta byggt upp, ræktað og endurbyggt traust samstarfsfélaga, starfsmanna, birgja og viðskiptavina. Í raun er það lykillinn að árangri í því viðskipta- og efnahagsumhverfi sem við búum við í dag. Auk þess er krafan um betra starfsfólk sífellt meiri og samkeppnin um að ná í og halda í besta mögulega starfsfólkið fer sífellt vaxandi. Það verður sífellt meira aðkallandi að byggja upp traust innan fyrirtækja og finna leiðir til að auka þátttöku og skuldbindingu starfsmanna til að þeir standist þá freistingu að gerast „liðhlaupar“ til fyrirtækja sem bjóða upp á vinnuumhverfi sem einkennist af trausti og viðurkenningu. Megin færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. Tengdir færniþættir: • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með því að breyta í takt við sín persónulegu gildi. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • skilja sambandið á milli trausts, trúverðugleika og virðingar • fækka trausts-brotum og byggja upp brostið traust • beita reglum sem ýta undir traust

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==