Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1207 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. • Áreiðanleiki Tekur persónulega ábyrgð og gerir sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrirtækisins. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Tengdir færniþættir: • Beiting stjórntækja Beitir viðeigandi stjórntækjum til að tryggja viðgang ferla fyrirtækisins. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. AGI OG EINBEITING YFIRLIT Góðir skipulagshæfileikar og hæfni til að forgangsraða er eftirsótt leiðtogahæfni. Með því að bæta þessa hæfni styrkir þú ímynd þína innan fyrirtækisins, sérstaklega gagnvart þeim einstaklingum sem þú veitir forystu. SAMHENGI Með aukinni ábyrgð leiðtoga verður skipulag og forgangsröðun daglegra, vikulegra og mánaðarlegra verkefna sífellt meira krefjandi. Ein af áskorunum leiðtoga er að halda utan um skuldbindingar, eftirfylgni, smáatriði, stöðu mála og framtíðaráætlanir. Auk þess bera þeir ábyrgð á að halda utan um sömu atriði fyrir liðsmenn sína. Í þessari einingu tekstu á við þá áskorun leiðtogans að ná utan um öll verkefnin sem tengjast stjórnun, síbreytilegu vinnuumhverfi og sífellt víðtækara ábyrgðarsviði. Þú skoðar aðferð sem hjálpar þér að forgangsraða verkefnum sem tengjast atburðum gærdagsins, aðalatriðum dagsins í dag og undirbúningi fyrir morgundaginn. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skipuleggja til að ná árangri • Skipuleggja og forgangsraða með því að nota Fortíðar-Nútíðar-Framtíðar aðferðina • Skipuleggja dagskrána, vinnuna og lífið

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==