Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1209 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvitaður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið YFIRLIT Á tímum þar sem sparnaður er allsráðandi verða allir starfsmenn fyrirtækja að hámarka virði sitt, stofna til hagkvæmra kynna, selja virði fyrirtækisins og víkka út viðskiptatengslanet sitt. SAMHENGI Þó tengslanetið hafi gjarnan þótt nýtast sölufólki hvað best þá er það órofa þáttur í árangri óháð stöðu. Útvíkkun tengslanetsins er skilgreind sem uppgötvun tengsla milli fólks í formlegu eða óformlegu umhverfi og nýting þessara tengsla til að auka árangur í starfi. Þessi eining færir þér tæki og tól til að auðvelda þér að víkka út tengslanetið og nýta tækifæri til þess sem best. Þú lærir að kynna þig á áhrifaríkan hátt og undirbúa þig fyrir tengslauppákomur. Þú býrð til áhrifaríka lyfturæðu, lærir samræðutækni til að komast inn í samræður, halda samræðum gangandi og spyrja um tilvísanir. Við lok einingarinnar muntu hafa í farteskinu áætlun um útvíkkun tengslanetsins. TENGSLANETIÐ TIL KYNNINGAR Á FYRIRTÆKI ÞÍNU Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Byggja upp hæfni til að víkka út tengslanetið og nýta sér atburði og tengsl • Kynna sig á eftirminnilegan hátt og fara með lyfturæðu • Fylgja eftir áætlun um útvíkkun tengslanetsins

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==