Leiðtogaþjálfun
Prentmet Oddi 49320 Nr. 1002 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Áreiðanleiki Tekur persónulega ábyrgð og gerir sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrirtækisins. • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Fjölbreytileiki Metur og nýtir hæfileika, innsæi og hugmyndir fjölbreytts hóps einstaklinga með tilliti til menningar, stíls, getu og dugnaðar. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. YFIRLIT Valddreifingu (frekar en að sturta verkefnum á aðra) má nota til að þróa starfsmenn í starfi og til að ná sértækum markmiðum fyrirtækisins. Það að koma auga á hver er tilbúinn til að taka við verkefnum og nota samvinnuferli, skýrir hversu mikillar stjórnunar er þörf til að tryggja ábyrgðarskyldu. SAMHENGI Þegar hópur eða einstaklingur hefur tekið ákvörðun er næsta skref að ákvarða hver gerir hvað og hversu vel. Valddreifing er ferli sem deilir ábyrgð til aukins árangurs. Leiðtogar ákvarða þau markmið sem á að ná og hvaða auðlindir eru til afnota en deila með eða vinna framkvæmdaáætlunina með starfsmönnum sínum. Við lok þessarar einingar getur þú nýtt valddreifingarferlið til að þjálfa og þróa liðsmenn þína um leið og þú viðheldur ábyrgðarskyldu og stjórn. VALDDREIFING Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Dreifa verkefnum og ábyrgð til að þroska og þjálfa aðra • Gera áætlun og undirbúa valddreifingarfund • Miðla skýrum starfsmælikvörðum um eftirfylgni og ábyrgð • Skilja valdtraustsferlið
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==