Leiðtogaþjálfun
Prentmet Oddi 49320 Nr. 1306 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Bætir rekstrarárangur með því að samhæfa framtíðarsýn, markmið og gildi og auka þannig verðmæti af starfseminni. Er fær um að laða aðra til samstarfs og nýta sér helstu kunnáttu þeirra og hæfileika til að ná þeim árangri sem stefnt er að. • Ytri árvekni Sér hlutina frá mörgum sjónarhornum. Er vakandi fyrir því hvernig aðgerðir hafa áhrif á aðra. Fylgist vel með þeim málum sem snerta ábyrgðarsviðið. Tengdir færniþættir: • Frumkvæði Sýnir framsýni við að koma verkum í framkvæmd. Leggur mat á sjálfan sig og aðra og grípur til jákvæðra leiðréttinga. Hefur sjálfsaga. • Samvinna Skipuleggur verkefni, fólk og aðföng á þann hátt sem uppfyllir markmið fyrirtækisins. • Samskipti Eflir hæfileika einstaklinga og fyrirtækisins í gegnum virka hlustun sem studd er skýrri munnlegri og skriflegri upplýsingagjöf. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilja breytt vinnuafl og hvers vegna starfsfólk svíkur málstaðinn • Uppgötva hvernig starfsmannavelta hefur áhrif á rekstrarafkomu • Læra að greina merki eirðarleysis og óvirkni • Rannsaka máttinn sem býr í tryggu starfsfólki SAMANTEKT Áþreifanlegur og óáþreifanlegur kostnaður vegna starfsmannaveltu hefur bein áhrif á rekstrarafkomu og viðhald og tryggð viðskiptavina. Sem yfirmaður þarft þú að geta lagt mat á tryggð núverandi starfsmanna, greint merki og áhrif kulnunar og sýnt framsýni við að halda starfsmönnum tryggum og virkum. SAMHENGI Sú var tíðin að fólk vann hjá sama fyrirtækinu alla sína starfsævi. Starfsfólk gekk að starfsöryggi og eftirlaunum vísum og því var tryggð þess að mestu leyti gefin. Fyrir nokkrum áratugum gegndi fólk að meðaltali tveimur störfum um ævina. Nú eiga fyrirtæki í erfiðleikum með að ráða og viðhalda virkum starfsmönnum. AUKUM VIRKNI STARFSMANNA
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==