Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1501 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. Tengdir færniþættir: • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. • Áreiðanleiki Tekur persónulega ábyrgð og gerir sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrirtækisins. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilgreina samband lærimeistara og nema og eiginleika góðs lærimeistara • Hleypa af stokkunum öflugu liðveislukerfi • Nota tækni til að viðhalda árangri kerfisins YFIRLIT Liðveisla er öflug leið þar sem einstaklingur með tiltekna reynslu hjálpar öðrum einstaklingi með minni reynslu að vinna störf sín á áhrifaríkari hátt og þróast í starfi. Þó svo að liðveisla fari oft fram með óformlegum hætti eru fyrirtæki farin að gera sér grein fyrir verðmæti þess að setja upp formleg liðveislukerfi til að hjálpa nýjum hæfileikum að blómstra innan fyrirtækisins. SAMHENGI Rannsóknir sýna að góð leið til að ná fram skuldbindingu starfsmanna, bæta frammistöðu og auka tryggð, er að setja upp liðveislukerfi. Það að mynda pör reyndra og nýrra starfsmanna heldur samskiptaleiðunum opnum, sýnir áhuga fyrirtækisins á langtímamarkmiðum og árangri starfsmannsins, býr til tækifæri til að uppfylla þessi markmið og er leið til að gera eftirmannaáætlanir auðveldari með því að miðla gildum, sérþekkingu og reynslu. Við lok þessarar einingar muntu skilja ávinning liðveislukerfa á vinnustöðum og hvernig á að skilja milli lærimeistara, vinar og markþjálfa. Þú skoðar nauðsynlega eiginleika þess sem liðveisluna veitir, hvernig á að para saman liðveislu og nauðsynleg LIÐVEISLA

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==