Leiðtogaþjálfun
Prentmet Oddi 49320 Nr. 1503 Færniþættir sem unnið er með: Megin færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. Tengdir færniþættir: • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. LIÐVEISLA: ÁRANGURSRÍK SAMVINNA YFIRLIT Árangursrík liðveisla skiptir sköpum í starfsframa einstaklings og getur skilið á milli þess að gera mistök eða forðast þau kerfisbundið og á milli þess að fá forskot í byrjun eða hrasa úr startblokkunum. Fyrir þá sem liðveislu veita er hún tækifæri til að yfirfara og fríska upp á sjónarhornin og um leið njóta ánægjunnar af því að leiðbeina öðrum í átt til árangurs. SAMHENGI Liðveisla á sér stað þegar einstaklingur sem er fyrirmynd, samþykkir að veita fagleg ráð og stuðning til handa annarri og reynsluminni manneskju. Sá sem liðveisluna veitir samþykkir að miðla af þekkingu sinni og reynslu og deilir oft tengslaneti sínu með þeim sem liðveisluna þiggur. Í þessari einingu skoðar þú ávinning liðveislu í nútíma viðskiptaumhverfi. Þú skoðar ávinning þess að njóta liðveislu og jafnframt ávinning þess að veita liðveislu. Þú skuldbindur þig til að fylgja leiðbeiningum um hvernig gera má báðar hliðar liðveislunnar fyrirhafnarinnar virði. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skoða ávinning liðveislu • Ræða leiðbeiningar um leit að aðilum til að veita liðveislu • Viðhalda liðveislu-samböndum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==