Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1507 Færniþættir sem unnið er með: SKILGREINING HÆFNISÞÁTTA OG YFIRFERÐ Megin færniþættir: • Mannauðsstjórnun Samþætting mannauðs og markmiða fyrirtækisins. • Ákvarðanataka Að viða að sér og skilja staðreyndir, meta áhættu og forgangsraða möguleikum á hlutlægan hátt sem leiðir til afgerandi framkvæmda. Tengdir færniþættir: • Leiðtogahæfni Að vinna í samræmi við sýn, stefnu og gildi fyrirtækisins að því að hámarka virði þess. Að laða fram samvinnuanda og ná því allra besta úr fólki þannig að allir stefni að sömu markmiðum. • Árangursmiðun Mikil áhersla á sigur og að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Útbúa starfslýsingar og skilgreina ófrávíkjanlega og æskilega mælikvarða • Kynna tækifæri með hætti sem laðar að hæfileikaríkustu umsækjendurna • Skima umsóknir til að koma auga á hæfa umsækjendur YFIRLIT Hvort sem efnahagsástandið er gott eða slæmt standa leiðtogar og þeir sem með starfsmannamál fara frammi fyrir þeirri áskorun að ná í hæfasta fólkið. Þegar atvinnuleysi er mikið keppir mjög hæft fólk um störf við nýútskrifaða einstaklinga. Þegar atvinnuleysi er lítið er hins vegar erfitt að ná í hæfustu einstaklingana. SAMHENGI Án áætlunar um að finna og ráða rétta fólkið eru fyrirtæki að taka mikla áhættu með tilliti til þess mikla kostnaðar sem felst beint eða óbeint í hárri starfsmannaveltu. En hvernig nær maður í rétta fólkið um borð í vagninn og kemur því fyrir í rétt sæti? Hvernig býrðu til traustar og nákvæmar starfslýsingar, síar starfsfumsóknir og skimar þær svo tímanum sé vel varið með því að aðeins séu tekin viðtöl við þá sem helst koma til greina?

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==