Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2000 ÞJÓNUSTUVIÐHORF YFIRLIT Grunnur þess að skapa þjónustumenningu innan fyrirtækisins er að skilja væntingar, gera meira en búist er við og vera talsmaður viðskiptavinarins. Að sýna hjálpsemi, einlægan áhuga og virðingu snýr viðskiptavini frá því að vera óvinveittur og tvístígandi í það að sýna stuðning og eldmóð. SAMHENGI Það kann að hljóma einfalt en fyrirtæki sem ná árangri gera sér grein fyrir því að ánægja viðskiptavina er sprottin frá mörgum samverkandi þáttum og vinnulagi. Jafnframt að tryggð viðskiptavina er það sem drífur hagnað og vöxt. Þessi upplifun er það sem getur gert það að verkum að viðskiptavinur gerist hollvinur fyrirtækisins. Þessi eining hefst á því að taka fulla ábyrgð á sjálfum þér og því viðhorfi sem þú berð með þér. Í hvert skipti sem þú átt samskipti við viðskiptavin sýnir þú viðhorf þitt. Áskorunin felst í því að viðhalda vingjarnlegu, streitulitlu og þjónusturíku umhverfi fyrir viðskiptavininn og um leið hámarka afkastagetu og þjónustulund þína daginn á enda. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Meta viðhorf til þjónustulundar og setja sér markmið til úrbóta • Nýta sér fjóra drifkrafta góðrar þjónustu til að byggja upp traust viðskiptasambönd. • Hafa stjórn á viðhorfi sínu með því að beita viðhorfsstjórnunarreglum • Nota samræðutón til að halda samskiptum á vingjarnlegum nótum Megin færniþættir: • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvitaður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Reynsla viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Tengdir færniþættir: Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Viðhorf einkennist af jafnvægi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Beitir virkri hlustun og styður hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjanleika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==