Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2001 Megin færniþættir: • Úrlausn ágreinings Brúar bil milli fólks sem til varð vegna ágreinings. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Tengdir færniþættir: • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Viðhorf einkennist af jafnvægi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Beitir virkri hlustun og styður hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Taka á tilfinningalegum og rökréttum þáttum kvartana • Beita leiðum til að minnka streitu þegar tekið er á kvörtunum • Beita ferli til að leysa úr kvörtunum • Fækka kvörtunum YFIRLIT Kvartanir skiptast í tvo þætti, tilfinningalega og rökrétta. Taka þarf á báðum þegar kvartanir eru mótteknar með því að skýra kvörtunina, minnka steitu beggja aðila, nota hagnýtt vinnulag og beita ferli sem tekur bæði á tilfinningalegu og rökréttu þáttunum. Með því móti má styrkja viðskiptasambandið enn frekar. SAMHENGI Í þessari einingu muntu kanna fjölbreyttar ástæður kvartana, koma auga á leiðir til að snúa neikvæðu viðhorfi og fylgja ferli sem tekur bæði á tilfinningalegum og rökréttum þáttum kvartana. Þú munt búa til leiðir svo þú getir viðhaldið jákvæðu viðhorfi, jafnvel þó þú standir frammi fyrir erfiðum einstaklingum og málum. Kvartanir þurfa ekki alltaf að vera neikvæð reynsla. Við vinnum saman að því að skapa samband við viðskiptavini þar sem beggja hagur er hafður að leiðarljósi. Þú munt skoða rætur kvartana sem þú tekur við og skapa leiðir til að fækka þeim eða útiloka. Að lokum muntu sjá að það að leysa úr kvörtunum á áhrifaríkan hátt er í raun leið til að minnka streitu, byggja upp sambönd og auka tryggð viðskiptavina. ÚRLAUSN KVARTANA
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==