Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2002 Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Tengdir færniþættir: Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Beitir virkri hlustun og styður hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á tækifæri til að sjá viðskiptavinum fyrir fleiri vörum eða meiri þjónustu með hag allra að leiðarljósi • Finna leiðir til að veita viðskiptavinum aukið virði • Beita kross-söluferli sem auðveldar viðskiptavininum að taka ákvörðun YFIRLIT Kross- og viðbótarsala skapar aukið virði fyrir þig og viðskiptavini þína. Fólk á auðveldara með að selja þegar það skilur hvernig á að auka virði, hvernig á að spyrja réttu spurninganna, opna á tækifæri og hjálpa kaupandanum að hagnast á því að kaupa meira. SAMHENGI Fagmenn reyna að hjálpa viðskiptavininum að taka betri kaupákvarðanir. Það er tilgangur þessarar einingar – að hjálpa þér að finna leiðir til að veita viðskiptavinum þínum aukið virði. Það er gott fyrir þá, fyrir þig og fyrir fyrirtæki ykkar. Við skoðum leiðir til að gera kross- og viðbótarsölu hagsmunamál fyrir alla. Í þessari einingu muntu vinna með þaulreynda tækni til að opna dyr til aukinna viðskipta. Þú lærir að selja án þess að finna fyrir ýtni. Þú skapar aukið virði fyrir viðskiptavini þína á þann hátt að öllum finnst þeir hafa komið vel út úr viðskiptunum. .5266Ǔ 2* 9,’%•7$56$/$

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==