Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2003 AUKUM TRYGGÐ VIÐSKIPTAVINA YFIRLIT Í þessari einingu öðlast þátttakendur dýpri skilning á því hvers vegna viðskiptavinir snúa við þeim baki. Þeir skoða eigin gildi tengd þjónustu, fara í gegnum sex leiðir til að veita framúrskarandi þjónustu og læra árangursríka tækni til að styrkja sambönd og til eftirfylgni með viðskiptavinum. SAMHENGI Sérfræðingar staðhæfa að meira en helmingur viðskiptavina hætti að skipta við fyrirtæki, ekki vegna verðs eða gæða, heldur vegna neikvæðrar upplifunar á mannlegu hlið viðskiptanna. Nútíma viðskiptavinur er upplýstari, betur undirbúinn og hefur fleiri valkosti en áður. Þessu tengt þá sýna rannsóknir að það er alls ekki nóg að mæta væntingum viðskiptavina. Til þess að gera viðskiptavini okkar að hollvinum sem ekki aðeins halda áfram viðskiptum við okkur heldur segja öðrum frá þeim, verðum við að fara fram úr væntingum þeirra og veita framúrskarandi þjónustu. Að gera viðskiptavini ánægða snýst um grunnatriðin: stuttan viðbragðstíma, þolinmæði, þekkingu, vingjarnleika, góða eftirfylgni og umhyggjusemi. Góð þjónusta snýst um mannleg samskipti og traust, hvort sem er í gegnum síma eða augliti til auglitis. Framúrskarandi þjónusta aðgreinir fyrirtækið þitt frá samkeppnisaðilunum og skapar trygga viðskiptavini. Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Tengdir færniþættir: Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Auka tryggð viðskiptavina með því að veita framúrskarandi þjónustu • Beita reglum til að fara fram úr væntingum viðskiptavina • Nota frumlegar leiðir til eftirfylgni með það fyrir augum að treysta sambönd við viðskiptavini

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==