Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2006 YFIRLIT Við hringjum símtöl af mörgum ástæðum, m.a. til að selja, gera kannanir, fylgja eftir þjónustu, til að kynna þjónustu, til að afla viðskipta eða til að svara fyrirspurnum. Fólkið sem við hringjum í verður móttækilegra þegar við lærum að nota rétta símatækni, taka við mótbárum og nota handrit sem hefur þann tilgang að hvetja viðmælandann til að taka þátt í samtalinu. SAMHENGI Þeir sem vinna við þjónustu hika oft þegar hringja á þjónustusímtöl. Þeir vilja ekki trufla og finnst erfitt að vera oft hafnað í símtölunum. Það sem verra er að það verður sífellt erfiðara að ná í fólk. Þó þú hafir símanúmerið er ekki þar með sagt að fólk vilji heyra í þér. Ein aðferð sem þú getur beitt til að greina þitt fyrirtæki frá samkeppnisaðilanum er að bera sig á vingjarnlegan og fagmannlegan hátt í þeim símtölum sem þú hringir. Hæfnin sem unnið er með í þessari einingu sameinast í því að líta á hverja snertingu við viðskiptavininn sem úrslitaþátt í viðskiptasambandinu. Þú skoðar leiðir til að auðvelda ferlið og gera árangur þinn fyrirsjáanlegri svo þú getir endurtekið leikinn aftur og aftur. 60$7.1, ǔ 607/ 7 Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Beitir virkri hlustun og styður hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á þær úrslitastundir sem verða til þess að viðskiptavinurinn myndar sér annað hvort jákvæða eða neikvæða mynd af fyrirtækinu • Bæta samskipti við viðskiptavini til að fara fram úr væntingum þeirra • Nota reglur til að ná framúrskarandi árangri í þeim símtölum sem hringd eru • Auka trúverðugleika með því að nota handrit yfir tilgang símtalsins
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==