Leiðtogaþjálfun
Prentmet Oddi 49320 Nr. 1004 Færniþættir sem unnið er með: FRAMMISTÖÐUMAT YFIRLIT Þegar sköpuð er fyrirtækjamenning þar sem árangri er stjórnað er frammistöðumat stöðugt ferli frekar en árlegur viðburður sem gjarnan er huglægur og streituvekjandi. Árangursríkt frammistöðumat felur í sér að byggja upp tengsl, umræður um jákvæðar og neikvæðar niðurstöður af hlutlægni, fá fram samþykki um svið sem úrbóta er þörf á og samstilla væntingar um framtíðar frammistöðu. SAMHENGI Frammistöðusamtöl þurfa ekki að vera þolraun fyrir alla sem í hlut eiga. Með því að gera væntingar um frammistöðu skýrar strax í upphafi er ágiskunarbragurinn tekinn af frammistöðusamtalinu í lok ársins. Þegar þú vinnur með starfsmönnum að því að skapa markmið sem eru raunhæf og gefur þeim stöðuga markþjálfun í rauntíma ásamt endurgjöf er fólk betur í stakk búið til að ná takmarkinu. Frammistöðufundurinn ætti að fela í sér hreinskilna og faglega umræðu um jákvæðar og neikvæðar niðurstöður ásamt áætlunum til framtíðar. Sértækar leiðir til að aðstoða einstaklinga, hópa og fyrirtækið til að ná nauðsynlegum markmiðum gera það að verkum að öllum finnst þeir færast í rétta átt og leggja sitt af mörkum. Í þessari einingu muntu vinna með ferli sem gerir frammistöðusamtalið streituminna, auðveldara, hlutlægara og að áherslan sé á frammistöðu viðkomandi. Megin færniþættir: • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. • Áreiðanleiki Tekur persónulega ábyrgð og gerir sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skapa menningu með áherslu á frammistöðu • halda frammistöðufundi sem skila árangri • Gera frammistöðuferlið sanngjarnt, samræmt og streituminna • Nota frammistöðuferlið sem brennidepil á framtíðarvöxt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==