Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2007 Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. • Tjáskipti Beitir virkri hlustun og styður hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Tengdir færniþættir: • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Aðlögunarhæfni Víðsýn(n), sýnir sveigjanleika frammi fyrir breytingum á vinnustaðnum. • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á litlu atriðin sem skipta miklu máli í þjónustu • Nýta símtöl sem við fáum sem best og tækifæri til þjónustu • Auka sjálfstraust sitt í að eiga við viðskiptavini sem hringja í okkur • Nota Upplýsingaferlið til að meta hvernig best er að mæta þörfum viðmælandans YFIRLIT Viðskiptavinir hringja í okkur vegna vandamála sem tengjast vörunni, ferlunum og þjónustunni. Hægt er að byggja upp sterkt samband við þessa viðskiptavini með því að beita áhrifaríkri símatækni, róa reiða viðskiptavini og beita þriggja skrefa spurningaferli til að leysa úr vandanum. SAMHENGI Þessi eining er sniðin að því að líta á þau símtöl sem við fáum sem sölutækifæri. Það er ástæða fyrir því að viðskiptavinir gefa sér tíma til að hringja í þig. Hvort sem ástæðan er að leggja inn pöntun, spyrja spurninga eða kvarta, þá er alltaf einstaklingur á hinum enda línunnar. Oft þurfum við að ryðja hindrunum úr vegi til að hjálpa viðskiptavininum að koma ástæðu símtalsins í orð. Þolinmæði og góð samskiptahæfni er það sem þarf til að svara símtölum á áhrifaríkan hátt. Í þessari einingu er unnið með smáatriðin sem skipta svo miklu máli í þjónustu. Þú skoðar leiðir til að nýta símtöl sem við fáum sem allra best. Þú notar spurningaferli sem hjálpar þér að meta þarfir viðskiptavinarins svo þú getir mætt honum á áhrifaríkan hátt. Niðurstaða þessa er sú að sjálfstraust þitt við að svara símtölum eykst. 60$7ˆ.1, ǔ 607˜/ ,11

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==