Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2008 TILVÍSANIR YFIRLIT Margar ástæður eru fyrir því að ekki er beðið um tilvísanir: Það er ekki í mínum verkahring, ég veit ekki hvernig á að gera það, ég vil ekki vera ýtin(n) eða það hreinlega gleymist. Hægt er að komast fyrir þessar áskoranir með því að koma auga á ávinninginn fyrir þig og viðskiptavininn og vita hvern á að biðja, hvenær og hvernig um tilvísunina. SAMHENGI Mörgum finnst óþægilegt að biðja um tilvísanir. Lykillinn að því að breyta því er að sjá að beiðni um tilvísun getur verið núverandi viðskiptavini þínum í hag. Þeir hjálpa þér, þeim sem þeir vísa á og fyrirtækinu, allt á sama tíma. Þeir sem starfa hjá fyrirtækinu hagnast á því að skapa virði fyrir nýja viðskiptavininn og styrkja viðskiptasambandið. Nýi viðskiptavinurinn hagnast á nýjum leiðum og tækifærum til að leysa vanda hans. Í þessari einingu muntu skoða þær hindranir sem koma í veg fyrir að við biðjum um tilvísanir, koma auga á mögulegan ávinning allra sem hlut eiga að máli og læra nýjar og auðveldar leiðir til að biðja um fleiri viðskiptatækifæri. Megin færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Tengdir færniþættir: • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Komast yfir rökréttar og tilfinningalegar hindranir sem koma í veg fyrir að við biðjum um tilvísanir • Hafa hag allra að leiðarljósi þegar beðið er um tilvísanir á þægilegan hátt • Beita af öryggi ferli til að biðja um tilvísanir • Fylgja tilvísunum eftir til að skapa ný viðskiptatækifæri
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==