Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2301 STÝRÐU VÆNTINGUM VIÐSKIPTAVINA YFIRLIT Vanalega skiptir fólk við fyrirtæki sem það telur að geti mætt væntingum þess. Öll snerting við viðskiptavini, bein eða óbein, getur haft jákvæð eða neikvæð áhrif á upplifun viðskiptavinarins. Þaulreynt ferli gefur þér aukið öryggi til að skapa þér sérstöðu og fara fram úr væntingum viðskiptavinarins. SAMHENGI Þú hefur mun meiri möguleika á að byggja upp traust, framtíðar viðskiptasamband og viðskipti ef þú stýrir væntingum viðskiptavina þinna á raunsæjan hátt. Viðskiptavinir halda áfram að skipta við fyrirtæki sem standa við það sem lofað er. Auk þess þá halda viðskiptavinir áfram að skipta við fyrirtæki sem þeim finnst hafa komið fram við þá af sanngirni. Í þessum hluta skoðar þú leiðir til að fara fram úr væntingum viðskiptavina þinna með því að stýra, fylgjast með og hafa áhrif á væntingar þeirra. Þú byrjar á því að draga fram jákvæðu hliðar þess að skipta við þitt fyrirtæki. Því næst greinir þú væntingar sem viðskiptavinir koma með til þín og lærir skotheldar leiðir til að bæta upplifun þeirra. Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Tengdir færniþættir: • Úrlausn ágreinings Brúar bil milli fólks sem til varð vegna ágreinings. • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. • Tjáskipti Beitir virkri hlustun og styður hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skilgreina væntingar viðskiptavina • Stýra væntingum viðskiptavina með það fyrir augum að fara fram úr þeim • Nýta ferli til að stýra væntingum viðskiptavina

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==