Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2404 VIRÐISLAUSNIR YFIRLIT Framúrskarandi þjónusta er meira en ferli. Hún snýst um að meta vilja viðskiptavinarins til að eiga við þig viðskipti. Þú tryggir áframhaldandi viðskipti með því að byggja á skynjun viðskiptavinarins á virði þínu og afhenda svo þjónustu sem fer fram úr þeim væntingum. SAMHENGI Kaupákvörðun er flókið ferli í huga kaupandans. Fólk leitar ekki einungis að vöru eða þjónustu, það leitar að merkjum sem hafa sannað virði sitt, ráðgjöfum sem það treystir og þægindum með tilliti til staðsetningar og aðgengis. Samanlagt mynda þessir þættir vægi í ákvörðunarferlinu. Með því að hafa áhrif á alla þætti gefur þú þér besta tækifærið til að byggja upp traustan viðskiptavinagrunn með hæstu mögulegu líkum á endurteknum sölum. Í þessari einingu muntu skoða hvers vegna viðskiptavinir velja þá vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Þú skoðar ferli kaupákvörðunar frá sjónarhorni viðskiptavinarins. Byggt á þessu beitir þú jöfnunni um vöru, birgja og ráðgjafa og færð út jákvæða kaupákvörðun neytandans. Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Beitir virkri hlustun og styður hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Skapandi hugsun Nýsköpun. Tvinnar saman gamlar hugmyndir og nýjar til að leysa mál og grípa tækifæri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Ákvarða virði þjónustu sinnar í augum viðskiptavinarins • Móta einstakar lausnir fyrir hvern og einn viðskiptavin • Hafa áhrif á kaupákvörðunina
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==