Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2501 Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á hindranir við að veita framúrskarandi þjónustu • Nota tæki til að ná fram samvinnu og samþykki um lausnir • Grípa til aðgerða til að innleiða lausnir Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Að vinna í samræmi við sýn, stefnu og gildi fyrirtækisins að því að hámarka virði þess. Að laða fram samvinnuanda og ná því allra besta úr fólki þannig að allir stefni að sömu markmiðum. • Áreiðanleiki Að axla ábyrgð og gera sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrirtækisins. • Upplifun viðskiptavinar Að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu sem leiðir til viðskiptavildar og langtíma viðskiptasambands. Nýta jákvæða reynslu til að mynda viðskiptatryggð. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Samskiptahæfni Stöðug hæfni til að byggja upp traust sambönd innan og utan fyrirtækisins. • Árangursmiðun Mikil áhersla á sigur og að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. AÐ SIGRAST Á HINDRUNUM Í ÞJÓNUSTU YFIRLIT Góð leið til að leysa þjónustuvandamál með samvinnu og samþykki allra er að nota tengslamyndir. Þetta er fjögurra skrefa ferli til að hjálpa þér að koma auga á vandamálið sjálft, ekki bara einkenni vandans. Síðan er leitað að rót vandans svo hægt sé að einblína á undirliggjandi þætti sem valda hindrunum. Áður en hafist er handa fáum við innlegg frá fjölda aðila til að fá fram allar mögulegar lausnir. Næst leitum við leiða til að fá samþykki allra fyrir bestu leiðinni og styðja mál okkar sannfærandi rökum. Að lokum komum við nægilegum upplýsingum til teymisins til að tryggja að samstarfsfólkið hafi vilja og getu til að styðja við úrbæturnar. SAMHENGI Þjónustustjórar eru oft svo uppteknir við að slökkva elda að þeir gefa sér ekki tíma til að leysa rót vandans sem snýr að þjónustuteyminu. Ef við höldum áfram að leysa eitt mál í einu án þess að skoða stóru myndina og rót vandans munum við aldrei ná árangri með þjónustuteymið. Góðir stjórnendur gefa sér tíma til að leysa mál sem koma upp endurtekið og nota sameiginlega krafta hópsins til að auðvelda öllum lífið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==