Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 2502 MARKÞJÁLFUN ÞJÓNUSTUTEYMIS YFIRLIT Áhrifarík þjónustustjórnun byrjar á skilningi á starfsþróunarferlum sem fela í sér skipulagningu, samskipti, eftirlit, mat og viðurkenningu. Stjórnendur setja fram mælanleg markmið og ákveða hvernig þeir ætla að fylgjast með frammistöðu liðsmanna. Skilningur á uppbyggilegri svörun við verkum fólks er mikilvægur því hún heldur fólki árvökulu og gerir það ábyrgt fyrir bættri frammistöðu. Þegar þú beitir jákvæðu markþjálfunarferli kallar þú fram samvinnuanda um þau mál sem mikilvægust eru, æskilega hegðun, skuldbindingu og ábyrgð. SAMHENGI Þjónustustjórar standa frammi fyrir krefjandi verkefni. Þeir þurfa að standa undir væntingum sem skapast af markaðsstarfi, þeim loforðum sem sölufólk veitir, vanda- málum sem koma upp tengd þjónustunni eða vörunni og mæta þörfum innri og ytri viðskiptavina. Markþjálfun starfsmanna í þjónustu krefst jafnvægis milli háttvísi og aga. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Stýra hæfni og setja markmið til að brúa frammistöðubil • Greina, fylgjast með og gera starfsmenn ábyrga • Beita uppbyggilegri svörun við verkum og markþjálfun til að auka hæfni Megin færniþættir: • Leiðtogahæfni Að vinna í samræmi við sýn, stefnu og gildi fyrirtækisins að því að hámarka virði þess. Að laða fram samvinnuanda og ná því allra besta úr fólki þannig að allir stefni að sömu markmiðum. • Áreiðanleiki Að axla ábyrgð og gera sjálfan sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrirtækisins. • Upplifun viðskiptavinar Að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu sem leiðir til viðskiptavildar og langtíma viðskiptasambands. Nýta jákvæða reynslu til að mynda viðskiptatryggð. Tengdir færniþættir: • Tjáskipti Að auka hæfni einstaklingsins með virkri hlustun og skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Samskiptahæfni Stöðug hæfni til að byggja upp traust sambönd innan og utan fyrirtækisins. • Árangursmiðun Mikil áhersla á sigur og að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==