Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3001 TENGSL YFIRLIT Myndun og þróun tengsla er úrslitaskref í hverri söluheimsókn, hvort sem sóttur er heim gamalgróinn viðskiptavinur eða nýr. Þú myndar tengslin með því að skilja hvað kaupandinn vill, vera létt(ur), ná jákvæðri athygli, byggja upp trúverðugleika og skilgreina skýrt tilefni viðræðna. SAMHENGI Líklega er mikilvægasti snertiflöturinn við viðskiptavininn það sem þú segir fyrst augliti til auglitis eða í símtali við kaupandann. Fyrstu kynni hafa úrslitaáhrif, jafnvel gagnvart viðskiptavinum sem þú hefur þekkt um árabil. Fyrstu mínútur sölusamtals geta skilið þig frá samkeppninni og byggt upp trúverðugleika þinn og vörunnar. Þegar þú sækir tilvonandi viðskiptavin heim þarftu að vera meira spennandi en annríki hans. Þeir eiga í baráttu við sínar áskoranir og verkefni. Þú verður að sýna þessum verkefnum skilning og byrja samtalið á því að sannfæra þá um að þú getir hjálpað þeim, byggt á því sem þú hefur gert fyrir aðra viðskiptavini þína. Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Tengdir færniþættir: • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á virði frá sjónarhorni kaupandans • Nota þrjár leiðir til að fá kaupendur til að langa til að tala við okkur • Skapa trúverðugleika til að ná kaupendum á okkar band

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==